Tuesday, March 7, 2006

Jæja núna er bara vika í settan dag, Júlí mættur og alles.
Vá maður mér finst samt eins og krílið sé ekkert að gera sig líklegt til hreyfings, einhverra hluta vegna bíst ég við því að það verði sótt með valdi.
Fórum í skoðun í morgun og það er allt í fínu lagi, snúlli/snúlla er nottla löngu búið að skorða sig ( það gerðist á 32. viku) og það situr/liggur bara þarna í afslöppun.
Þannig að það er EKKERT að frétta en þá, engir verkir byrjaðir og ekki neitt.
Kv Tobba og bumbubúi Skúlason/dóttir
3.7.2006 | 14:27

Vorum að koma heim frá ljósu. Það er er ekkert markvert að frétta af okkur. Ég virðist ekkert vera að gera mig líklega/nn til að koma neitt alveg strax, en það er kannski bara ok þar sem mamma er bara gengin 38 vikur og 2 daga.
28.6.2006 | 11:59

38 vikur
og það er ekkert að gerast, mamma er reyndar alveg sanfærð um það að ég verði sótt/ur, og þá kem ég ekki í heiminn fyrr en i kringum 20 júlí.
Ég veit ekki afhverju en mamma er ferkar á því að ég eigi að vera krabbi en ekki ljón. Skil ekki afhverju.
Förum til ljósu á miðvikudag, látum vita ef það eru einhverjar spennandi fréttir þá...
Kv Bumbubúi Skúlason/dóttir
26.6.2006 | 13:51

Bara svona uppá að muna, fyrsta slitið fanst fyrir 3 dögum (þá komin 36v+6d).
20.6.2006 | 11:55

Það er allt gott að frétt af mér, mamma er alveg viss um að ég hafi það bara mjög gott í bumbunni. Við fórum vestur í djúp um helgina og ég var ekkert að láta vita af mér í næstum því sólahring ogg mömmu var hætt að standa á sama, en svo pikkaði ég í hana bara til að róana.
Þeir sem vilja fá sms þegar ég mæti í heiminn eiga að skilja eftir comment hérna fyrir neðan.
7.6.2006 | 03:33

Mamma gleymdi að segja frá því að hún fann fyrir hiksta hjá mér í fyrra dag.
17.5.2006 | 23:33

Þetta gengur nottla ekki lengur, mamma getur bara ekki ákveðið sig hvernig hún vill hafa síðuna mína. Núna er hún búin að breyta henni enn eina ferðina, vonandi verður hún nógu ánægð með nýjustu útkomuna að hún hætti þessu stússi.
Ma og pa fóru í fyrsta tíman í foreldrafræðslu í kvöld. Það var mjög áhugavert að heyra hvað ljósan hafði um fæðinguna að segja, pabbi áttaði sig á því hvað fæðingin verður langt ferli og það fyrsta sem mamma sagði þegar tímin var búinn var "ég er hætt við". Það er víst ekki mögulegt héðanifrá enmamma er alveg viss um að pabbi á eftir að standa sig eins og hetja í þessu öllu saman.
Svo er mamma að fara í sykurþolspróf í fyrramálið, bara vegna þess að hún á að fasta frá kl 22 kvöldið áður þá er hún audda orðin svöng strax og klukkan ekki nema ca 23.
Erum búin að fá gamlan Silver Cross vagn gefins, hann verður notaður sem svalavagn fyrir mig að sofa í.
Við höfum ekkert meira að segja frá í dag, en mamma ætlar að reyna að "blogga" svoldið oftar fyrir mig það sem eftir er.
17.5.2006 | 23:17

Mamma er búin að vera að breita og bæta á síðunni minni í dag. Hún rakst á síðu sem er með svo mikið af æðislegum myndum til að setja á heimasíður. Annars er bara allt fint að frétta af okkur. Núna eru bara 10 vikur eftir af meðgöngunni og eins og sést á myndunum af mömmu þá er hún nú farin að gildna aðeins, en það er bara part of programmet.


MySpace Layouts

Nora og Skuggi biðja að heilsa
2.5.2006 | 16:12

Ég verð bara aðeins að kvarta yfir því hvað mamma er ódugleg að setja inn færslur hérna.
Annars er bara allt gott að frétta af mér, ég er byrjaður að sparka út og suður, og mamma er bara sátt við það. Pabbi fann líka fyrir mér fyrir ca viku síðan og varð hann voða stoltur.
Mútta er aðeins farin að finna til í mjaðmagrindinni, en það er svosem ekki búið að kíkja neitt spesá það, förum næst í mæðraskoðun 18 apríl.
6.4.2006 | 01:42

Mamma heldur að hún hafi verið að finna fyrir hreifingum í fyrsta skipti
23.2.2006 | 06:58

Núna er mamma búin að laga mynda albúmið og reyna að gera síðuna aðeins fínni.
19.2.2006 | 22:37

Núna er mamma loksins búin að búa til heimasíðu fyrir mig.
Mamma og pabbi fóru í sónar í morgun, Það leit allt rosalega vel út og vorum þau ofsalega glöð að fá að sjá mig aftur. Ef allt gengur vel þá sjá þau mig bara næst þegar ég verð komin í heiminn.
14.2.2006 | 00:15