Thursday, March 12, 2009

Við mæðgurnar erum að fara norður í kvöld. Ég var að segja Ágústu það í gær og við vorum eitthvað að ræða þessi mál ... það er að amma og afi eiga heima á Sauðárkrók. Nema hvað að í annað hvert skipti sem hún sagði Sauðárkrókur þá kom það út sem Saumakrókur :o)

Hendi með tveimur myndum :o)


Friday, December 26, 2008

Eina sæta mynd í tilefni nýju síðunnar

Mamma var heima sofandi þegar vatnið fór
Fyrstu hríðir komu kl 4 nóttina áður og tók fæðingin um 14 klst.
Pabbi keyrði mömmu á spítalann.
Fæðingin fór fram á Landspítalun, hreiðrinu og Rannveig tók á móti mér.
Ég fæddist þann 05.07.06 klukkan 18:38.
Viðstaddur fæðinguna var pabbi minn.
Þegar ég fæddist var ég 3715 grömm eða 15 merkur og 50 cm að lengd.
Hárið mitt var skollitað á litinn og augun gráblá
Það var mjög gott veður dagin sem ég fæddist


Skírnin fór fram þann 13 ágúst í Hraunbæ 8.
Séra Þór Hauksson skírði mig nafninu Ágústa Rós.
Skírnarvottar voru ömmurnar mínar og afi
Á skírnardaginn var gott veður.
Veislan var haldin heima og lukkaðist mjög vel

Fyrsta afmælið mitt var þann 5 júlí árið 2007.
Veislan var haldin bæði í Drekahlíðinni og í Hraunbænum.
Kakan mín var hello kitty og ömmu súkkulaði kaka og með 1 kerti.
Ég bauð fullt af fólki í afmælið.
Sama dag og fyrsta afmælisdaginn minn þá var rosalega gott veður
Ég klæddist rauðum doppótum kjól í veislunni.

Á fyrsju jólunum mínum var ég næstum 6 mánaða
Ég fór með pabba og mömmu norður á krók til Gústu ömmu og Snorra afa og við vorum þar á jólunum
Ég fékk sko alveg helling af flottum gjöfum.
Ég var vakandi á meðan pakkarnir voru opnaðir svo fór ég að hátta en vaknaði aftur um 11 þá orðin rosa lasin.
Ég klæddist Vínrauðum Kínakjól á aðfangadagskvöld.


Ég fæddist með linan barka, sem varð til þess að alltaf þegar ég var að anda þá heyrðist voða hátt í mé(svona eins og ég ætti erfitt með andadrátt) en það var farið við 3 mánaða skopunina.
Fyrsta skipti í pössun 4 vikna
Fyrsta brosið 4 vikna
Fyrsta hjalið 4 vikna
Fyrsta sinn út í vagn 4 vikna
Heldur höfði ca 10 vikna
Þegar ég var 3 mánaða fór ég í fyrirtu utanlandsferðina mína ( til svíþjóðar)
Sat með stuðningi 14 vikna
Velti mér af maga yfir á bak 18 vikna
Fór í fyrsta sinn í sund 19 vikna
Fyrsta tönnin kom þegar ég var 22 vikna
Sat án hjálpar 23 vikna
6 mánaða velti ég mér af baki á maga
Þegar ég var 8 mánaða þá byrjaði ég á að geta sest upp eftir að hafa verið liggjandi, ég bakkaði upp á rassinn
þegar ég var rétt rúmlega 9 mánaða þá byrjaði ég að skríða
Þegar ég var tæplega 10 mánaða þá stóð ég upp alveg sjálf
Byrjaði hjá dagmömmu þegar ég var 7 mánaða
Þegar ég var tæplega 10 mánaða þá fór ég að labba með
þegar ég var tæplega 13 mánaða tók ég fyrsta skrefið mitt og byrjaði að standa upp ein og óstudd
7 Ágúst byrjaði ég að labba fyrir alvöru.

Við fæðingu var ég 50 cm og vó 3715 grömm.
Eins mánaðar vó ég 3810 grömm
2ja mánaða var ég 56.5 cm og vó 4425 grömm.
3ja mánaða var ég 61 cm og vó 5645 grömm.
4ra mánaða vó ég 6110 gr
5 mánaða var ég 67 cm og vó 6800 grömm.
6 mánaða var ég 68 cm og vó 7175 grömm.
8 mánaða var ég 70 cm og vóg 7515 grömm.
9 mánaða vóg ég ca 7800 grömm
10 mánaða var ég 72,5 cm og vó 8150 grömm.
13 mánaða var ég 76 cm og vó 9000 grömm (12 mánaða skoðun)
19 mánaða var ég 80 cm og vó 10 kg ( 18 mánaða skoðun)

Fyrstu ábótina fékk ég 2 vikna
Ég var á brjósti frekar stutt og hætti á brjósti þann 16 sept ca.
Daginn sem ég hætti á brjósti var ég 2 mánaða og 2 vikna.
Eftir að ég hætti fékk ég þurrmjólk að drekka.
Fékk fyrst graut 16 vikna en það var bara smakk.
Svo fór ég að borða graut fyrir alvöru 20 vikna
Ég byrjaði að borða með mömmu og pabba þegar ég var tæðlega 11 mánaða
Þegar ég var 7 mánaða byrjaði ég að fá soja mjólk að drekka.
Þegar ég var 11 mánaða þá ákvað læknarinn hann Ari að mamma ætti að taka út alla mjólk hjá mér.

Ný síða

Núna er ég komin með nýja síðu. Mamma dró það eitthvað að borga áskriftina að barnaneti og þegar hún ættlaði svo að borga var búið að hækka verðið svo yfirgengilega að hún ákvað að gera bara síðu fyrir mig sjálf og vola hérna er hún :o)

Sunday, March 2, 2008

Veikindi
2. mars 2008

Ég er búin að vera voða lasin, pabbi og mamma hafa bara aldrei séð mig svona lasna. Fékk gubbupest, vorum sko þrjár hjá dagmömmunni sem urðum lasnar. Ég byrjaði á því að gubba þegar amma Þorbjörg var að passa mig á fimmtudagskvöldið og var ég gubbandi nokkru sinnum um nóttin og svo aftur á laugardagsmorguninn n þarna á milli var ég alveg eins og tuska ég var svo slöpp. Núna í dag sunnudag er ég insvegar orðin hress og er skoppandi upp um alla veggi og heimta þá þjónustu sem hún fékk þegar hún var lasin.

Friday, February 8, 2008

8. febrúar 2008

Bardagarnir eru búnir en það er spurning með stríðið. Ég er farin að sofa alla nóttina og sofna alveg sjálf, það er án könnunar.

Mamma og pabbi eru vægast sagt glöð og út hvíl þessa dagana.

Monday, February 4, 2008

Viktun og fleira.
4. febrúar 2008

Ég var í mæld í bak og fyrir í þar síðustu viku (18 mánaða) og viti menn það kom bara fínt út. Ég er orðin 10 kg og 80 cm, er að aðeins að falla í hæðarkúrfunni minni en held mér alveg í þyngdarkúrfunni minni. Hjúkkan var líka að athuga hvort að ég sé ekki farin að gera hitt og þetta, eins og að labba, kubba, tala einhver orð og eitthvað fleira sem mamma man ekki. Ég fékk líka marg umtalaða 18 mánaða sprautuna og kipti ég mér ekki mikið upp við það og ég varð eginlega ekkert veik eftir hana, bara smá hor og smá hiti.

Ég er farin að stjórna ansi mikið á heimilinu, geri sko bara það se a mig langar til og þegar mig langar til (eða allt að því). Er mjög fljót að framkalla tár ef að eitthvað fer ekki eins og ég vil. Í morgun þegar mamma var að fara að setja á mg húfuna mína þá brast ég í grát og vildi sko ekki fá þá húfu, ég vildi sko fá hina húfuna mína ( ein komin með skoðanir ).

MAmma og pabbi eru ekki búin að sofa neitt rosalega mikið síðustu 4 nætur þar sem að ég var farin að vilja x-tra mikla þjónustu á næturnar. Hef sko verið að fá könnu í rúmið með mjólk í eftir að ég hætti að fá pelann. Núna var ég farin að vakna 5-6 sinnum á nótinni til að láta stinga könnuni uppí mig og filla á ef þess þurfti. Núna eru ma pg pa bara með stæla og lifa mér ekki lengur að fá könnuna. Ég var brjál fyrstu nóttina. Mamma bjóst næstum við því að lögreglan kæmi og bannkaði uppá hjá okkur ég öskraði svo mikið. Næsta nótt var svoldið betri en samt vaknaði ég alveg nokkrusinnum, en ég grengjaði ekki allan tímann. Svo er bara spennandi að sjá hvað það tekur margar nætur að venja mig alveg af þessu.