Sunday, September 2, 2007

15 tennur
2. september 2007

Ég er komin með 15 tennur, 3 komu núna bara um helgina þannig að það er ekkert skrítið þó að ég sé búin að vera smá pirruð. Ég er farin að labba um eins og herforingi og er byrjaði það fyrir alvöru 7 Ágúst, síðan þá hef ég bara varla skriðið neitt.

Ma og pa fluttu á stúdentagarða og er sú íbúð töluvert minni en sú í hraunbænum, þannig að þau þurfa ekki að hlaupa eins mikið á eftir mér hérna á nýja staðnum. Annar er bara allt gott að frétta af mér, ég byrjaði aftru hjá henni Guðrúnu dagmömmu eftir að við komum suður aftur en það er svoldið langt að fara þangað alla daga þannig núna bíð ég spent eftir að fá pláss á leikskóla hérna í götunni. Ég er farin að klappa saman höndum og sýni ma og pa alveg í gríð og erg hvað ég er stór.

Kv Ágústa Rós Stór stelpa

Monday, August 6, 2007

ágúst 2007

Ágústa labbaði 6 skref fyrir mömmu sína 3 ágúst og núna er hún farin að standa upp út á miðju gólfi :o)


8. ágúst 2007 kl. 22:01
85.197.201.70

Ágústa Alda sagði: Ohh, þú ert svo dugleg :) Haltu þessu áfram skotta! :)

9. ágúst 2007 kl. 16:02
85.197.235.125

Kristín og Viktor Máni sagði: ohh.. svo dugleg stelpa :)

Saturday, July 28, 2007

FYRSTU SKREFIN
28. júlí 2007

Ágústa Rós tók fyrsta skrefið sitt áðan.

Mamma hennar er að springa úr stolti


Opna Opna 3 athugasemdir

28. júlí 2007 kl. 21:09
213.213.154.130

Emilía og Sara Jóhanna sagði: VEI!! til hamingju, bráðum geturu farið að að hlaupa um með söru jóhönnu


31. júlí 2007 kl. 18:04
88.149.104.112

Erla og Daníel Breki sagði: VEEEEEIIII!!!! ...þú verður svo að koma og sýna Daníel Breka hvernig eigi að gera þetta og að þetta sé allt í lagi! Held hann sé soldið lofthræddur greyjið...


3. ágúst 2007 kl. 00:30
85.220.45.93

Ágústa Rós og Mútta sagði: Já við förum bráðum að koma suður. Vonandi getum við kíkt á ykkur öll fyrr en seinna

Tuesday, July 24, 2007

Eins árs afmæli
24. júlí 2007

Þá er ég orðin eins árs. Það er nú enginn smá áfangi að ná. Ég fékk sko tvær afmælisveislur, eina á Sauðárkróki hjá ömmu og afa og svo í heima í Reykjavík var haldin risa veisla. Það komu fullt af fólki með margar fallegar gjafir og vill ég þakka kjærlega fyrir mig.

Það eru komnar inn fullt af nýjum myndum.

Ég er semsagt búin að vera á Sauðárkróki með mömmu hjá afa og ömmu síðan við komum frá svíþjóð. Mamma er að vinna á spítalanum og ég er bara að slæpast alla daga. Það eru allir til í að passa mig, ég er líka svo mikil snúlla að það er ekki von. Hjördís frænka mömmu kom í byrjun Júní og var ætluninn að hún myndi passa mig á meðan mamma lærði fyrir prófin en ég var ekki alveg að samþykkja hana strax. En núna erum við bestu vinkonur.

Við sökknum pabba alveg hrikalega mikið og ég er ekki viss um að ég leyfi mömmu að fara með mig svona langt í burtu og lengi frá honum aftur.

Ég er ekki enþá farin að labba en mamma heldur að þess sé nú ekki langt að bíða, ég er farin að standa ein og óstudd í nokkrar sek.

Ég man ekki fleyra í bili til að segja ykkur