Tuesday, July 24, 2007

Eins árs afmæli
24. júlí 2007

Þá er ég orðin eins árs. Það er nú enginn smá áfangi að ná. Ég fékk sko tvær afmælisveislur, eina á Sauðárkróki hjá ömmu og afa og svo í heima í Reykjavík var haldin risa veisla. Það komu fullt af fólki með margar fallegar gjafir og vill ég þakka kjærlega fyrir mig.

Það eru komnar inn fullt af nýjum myndum.

Ég er semsagt búin að vera á Sauðárkróki með mömmu hjá afa og ömmu síðan við komum frá svíþjóð. Mamma er að vinna á spítalanum og ég er bara að slæpast alla daga. Það eru allir til í að passa mig, ég er líka svo mikil snúlla að það er ekki von. Hjördís frænka mömmu kom í byrjun Júní og var ætluninn að hún myndi passa mig á meðan mamma lærði fyrir prófin en ég var ekki alveg að samþykkja hana strax. En núna erum við bestu vinkonur.

Við sökknum pabba alveg hrikalega mikið og ég er ekki viss um að ég leyfi mömmu að fara með mig svona langt í burtu og lengi frá honum aftur.

Ég er ekki enþá farin að labba en mamma heldur að þess sé nú ekki langt að bíða, ég er farin að standa ein og óstudd í nokkrar sek.

Ég man ekki fleyra í bili til að segja ykkur

No comments:

Post a Comment