Friday, February 8, 2008

8. febrúar 2008

Bardagarnir eru búnir en það er spurning með stríðið. Ég er farin að sofa alla nóttina og sofna alveg sjálf, það er án könnunar.

Mamma og pabbi eru vægast sagt glöð og út hvíl þessa dagana.

Monday, February 4, 2008

Viktun og fleira.
4. febrúar 2008

Ég var í mæld í bak og fyrir í þar síðustu viku (18 mánaða) og viti menn það kom bara fínt út. Ég er orðin 10 kg og 80 cm, er að aðeins að falla í hæðarkúrfunni minni en held mér alveg í þyngdarkúrfunni minni. Hjúkkan var líka að athuga hvort að ég sé ekki farin að gera hitt og þetta, eins og að labba, kubba, tala einhver orð og eitthvað fleira sem mamma man ekki. Ég fékk líka marg umtalaða 18 mánaða sprautuna og kipti ég mér ekki mikið upp við það og ég varð eginlega ekkert veik eftir hana, bara smá hor og smá hiti.

Ég er farin að stjórna ansi mikið á heimilinu, geri sko bara það se a mig langar til og þegar mig langar til (eða allt að því). Er mjög fljót að framkalla tár ef að eitthvað fer ekki eins og ég vil. Í morgun þegar mamma var að fara að setja á mg húfuna mína þá brast ég í grát og vildi sko ekki fá þá húfu, ég vildi sko fá hina húfuna mína ( ein komin með skoðanir ).

MAmma og pabbi eru ekki búin að sofa neitt rosalega mikið síðustu 4 nætur þar sem að ég var farin að vilja x-tra mikla þjónustu á næturnar. Hef sko verið að fá könnu í rúmið með mjólk í eftir að ég hætti að fá pelann. Núna var ég farin að vakna 5-6 sinnum á nótinni til að láta stinga könnuni uppí mig og filla á ef þess þurfti. Núna eru ma pg pa bara með stæla og lifa mér ekki lengur að fá könnuna. Ég var brjál fyrstu nóttina. Mamma bjóst næstum við því að lögreglan kæmi og bannkaði uppá hjá okkur ég öskraði svo mikið. Næsta nótt var svoldið betri en samt vaknaði ég alveg nokkrusinnum, en ég grengjaði ekki allan tímann. Svo er bara spennandi að sjá hvað það tekur margar nætur að venja mig alveg af þessu.